Kvika
Sameining tveggja stórra aðila á fjárfestingarbankasviði opnaði tækifæri til að móta nýja nálgun í bankaviðskiptum. Þróuð var nálgun fyrir bankann sem umbreytingarafl og hún studd af okkar hálfu með hönnunarheimi sem gerði viðskiptavinum og samstarfsaðilum ljóst fyrir hvað bankinn stóð og hvað það þýddi að vera hluti af hans samstarfsheimi. Gengið var út frá því að upplifun viðskiptavina yrði meiri í gegnum ásýnd bankans og áþreifanlega umgjörð en ella. Allt frá nafni bankans til raddar á símsvara, frá prentgripum til rafræns heims og frá auglýsingum til innanrýmis bankans var hannað út frá þessari grunnhugmyndafræði. Nafn og merki Kviku ásamt allri grunnhönnun var unnin af hönnuðum okkar en þess fyrir utan áttum við í gríðar góðu samstarfi með Hafsteini Júlíussyni innanhúss- og iðnhönnuði og hans fólki í HAF studioi og ljósmyndaranum Marínó Thorlacius sem aðstoðuðu okkur að framkvæma þá ásjónu sem samræmdist okkar hugmyndafræði.